miðvikudagur, desember 15, 2004

Úbossí

Ákvað að taka út færsluna mína í gær eftir að hafa talað við ákveðna manneskju. Merkilegt hvað hlutir geta komið illa út á prenti- allt öðruvísi en ef maður segir þá :) Pikkí athugsemdin mín var sem sagt bara um það að fjalla um veitingahúsaferð hér á blogginu okkar en ekki í kínapósti. Það er líka miklu skemmtilegra ef við verðum duglegri með þetta sameiginlega blogg okkar- algjör synd ef það dettur alveg upp fyrir. Varðandi verkfræðinörda þá er það skondið orð í mínum huga- tel mig sjálfa vera verkfræðinörd ásamt öllum hinum :) Annars segi ég bara gangi öllum vel í þeim prófum sem eftir eru (þeir sem eru í prófum).

0 Athugasemdir:

Skrifa ummæli

<< Heim