mánudagur, október 18, 2004

Partýið mikla

Jæja jæja elskurnar mínar...
Er þetta blogg alveg dautt úr öllum æðum eða hvað??
Sunna spyr hvernig partýið var – það er kominn mánudagur og enginn er enn búinn að svara!
Partýið var alveg sérdeilis fínt, svo fínt að bjórinn kláraðist ekki einusinni (er það ekki annars mælikvarðinn á gæði partýs eða vísindaferðar?). Flestir voru vel í glasi og allir voru hressir. Litla stofann hennar Cillu rúmaði vel allan mannskapinn og hluti af henni nýttist meira að segja sem ágætis dansgólf og serían hennar sem diskóljós :)
En þar sem ég var ekki haugadrukkin og fór ekki einusinni niður í bæ þá legg ég til að e-r annar – t.d. Kóngurinn komi með nánari lýsingu á því sem fram fór ;)

Annars langar mig bara að þakka kærlega fyrir mig og ég vona að við endurtökum þetta bara sem allra fyrst! Vissulega er annað bjórsjóðspartý á dagskránni en við getum líka skellt okkur í bústað eða gert e-ð annað skemmtilegt saman... mér finnst þið svo æðisleg krúttlingarnir mínir :D

1 Athugasemdir:

Klukkan 12:15 e.h. sagði Blogger Kristveig :

Já, það var sko hörku stuð á föstudaginn!!! Ég var haugdrukkin og fór í bæinn en stoppaði reyndar fremur stutt þar... Við vorum dálítið lengi á leiðinni því við þurftum að æfa okkur í enskum vals á stéttinni fyrir framan Hallgrímskirkju, mjög tignarlegt hjá okkur!
Svo fórum við á Hverfisbarinn og það var fínt en ég held samt að við höfum hækkað meðalaldurinn talsvert... Svo fórum ég og Kóngurinn niður í bæ, fengum okkur pulsu og tókum leigubíl heim...

 

Skrifa ummæli

<< Heim