mánudagur, maí 23, 2005

Vantar einhvern þvottavél

Þar sem ég er að flytja til múttu minnar þá þarf ég að losna við eitt stykki þvottavél... lána eða selja... hvort sem fólk vill :p Allavega ef ykkur dettur e-r í hug sem vantar endilega látið þetta berast :o) Hún er rosalega flott og góð ;o) Fullt fullt af kerfum, tölvuskjár og tímastillir og alles hehe..

föstudagur, maí 13, 2005

Langaði bara að láta ykkur vita að þeim leiðinlegu tíðindum að það sé bara opið í bænum til 3 á laugardaginn :(

föstudagur, maí 06, 2005

Teiknitíkin

Ég fór upp í Snertil í dag með mörg kíló af teikningum í skönnun. Þetta var að sjálfsögðu í hinum margrómaða og fallega Kópavogi en ég vinn fyrir það prýðilega bæjarfélag í útseldri vinnu VSÓ-Ráðgjafar, Gunnari I. Birgissyni, drulludoktor og p,i,s, verðandi drulludoktor til mikillar gleði. Það fyrsta sem ég heyri er ég kem inn er orðið radíus og inn í litlu herbergi er Anna vinkona okkar að kenna nokkrum fullorðnum mönnum að teikna radíus og fleira fallegt í Autocad. Þetta var ansi vinalegt, bara. Mér gafst því miður ekki tími til að heilsa upp á hana enda var hún greinilega Önnum kafin.

Kransimann

sunnudagur, maí 01, 2005

Jæja lömbin mín

Nú er víst komið að prófum sem þýðir að bráðum kemur að próflokum og er þá venjan að halda teiti. Ég var eitthvað svona að spá í að halda partí en svo var einhver búinn að segja einhverjum öðrum að ég ætlaði að halda partí svo ég ætla bara að gera það. Ef það er stemning fyrir því allavega....hvern langar í partí laugardaginn 14. maí?