Teiknitíkin
Ég fór upp í Snertil í dag með mörg kíló af teikningum í skönnun. Þetta var að sjálfsögðu í hinum margrómaða og fallega Kópavogi en ég vinn fyrir það prýðilega bæjarfélag í útseldri vinnu VSÓ-Ráðgjafar, Gunnari I. Birgissyni, drulludoktor og p,i,s, verðandi drulludoktor til mikillar gleði. Það fyrsta sem ég heyri er ég kem inn er orðið radíus og inn í litlu herbergi er Anna vinkona okkar að kenna nokkrum fullorðnum mönnum að teikna radíus og fleira fallegt í Autocad. Þetta var ansi vinalegt, bara. Mér gafst því miður ekki tími til að heilsa upp á hana enda var hún greinilega Önnum kafin.Kransimann
2 Athugasemdir:
æ en fallegt, það er alltaf gaman að hitta gamla vini úr Kópavoginum ;)
Er Anna gellan sem kenndi okkur AutoCAD og er ekki með neinar varir??
Hulda
Skrifa ummæli
<< Heim