þriðjudagur, janúar 31, 2006

Kveðjur sunnar frá Svíþjóð ;)

Hæ hæ já æðislega sniðugt hjá þér Dagný gott framtak hjá þér ég vona að fleiri eigi eftir að svara. Af okkur Helga er það að frétta að ef þið vissuð það ekki þá drituðum við niður einum erfingja núna í október - lítilli skvísu sem heitir Birta Júlía og er núna orðin alveg 3ja mánaða gömul. Við vorum líka núna (10.jan) að flytja til Lundar að byrja mastersnámið okkar frá L(unds)T(ekniska)H(ögskolan) - hérna eru líka Ámundi og Höskuldur og af þeim er líka allt gott að frétta kannski þeir segi bara fréttir af sér sjálfir hehe ;) Annars vona ég bara að maður eigi eftir að fá fréttir af fleirum og INNILEGA TIL HAMINGJU KATRÍN :)

mánudagur, janúar 30, 2006

Fréttablaðið...

hmmm... þið eruð ekki einar hér stúlkur mínar :)

Já það eru víst einhverjir að fara upp að altarinu .... Ég og Steinar ætlum að gifta okkur í Bolungarvík 17. júní í sumar. Stanslaust stuð !! Undirbúningur gengur ágætlega, komin með kirkju+organista+prest+veislusal. Kjóllinn er kominn í hús og kílóin renna af í ræktinni (yeah right!). Svo er aldrei að vita nema við stingum af í honnímún í sólina :)

Aðrar fréttir... ég er að vinna á VSB Verkfræðistofu en ég og Steinar plönum að fara út í haust til Sweden. Master í KTH myndi verða fyrir valinu. Við búum enn í holunni á Snorrabraut og verðum þar þangað til við flytjum út.

Jæja nóg komið af mér í bili, hvet fleiri til að drita inn fréttum !!

kveðja,
Frú Katrín

sunnudagur, janúar 22, 2006

Halló halló

Gott framtak Dagný!
Af mér er það helst að frétta að ég er, eins og Dagný, í KTH en er að læra þar skipulagsverkfræði og stefni á að klára masterinn 2007. Ég er ekki ein af dugnaðarforkum bekkjarins þegar kemur að giftingum og barneignum en það stendur vonandi til bóta... (enda hef ég í hyggju að taka mér þræl til undaneldis mjög fljótlega ef ekki vill betur til... hehehemmm...) Er ennþá óákveðin með það hvar ég verð í sumar (er að athuga með vinnu hér úti og langar mikið til að eyða sumrinu hér en það er líka margt sem togar í mann heima...). Hvernig er það með ykkur hin? Hvar verða menn í sumar? Hlakka til að heyra sögur af öllum hinum! ;)

Pistill frá Kanödu

Jamm - gott framtak hjá Dagnýju og ég vona að allir bekkjarfélagar sem ramba hingað inn skilji eftir sig smá pistil.
Ég kláraði bakkalárusinn í júní 2005 og vann á Kárahnjúkum frá maí til desember sl.
Fyrir þá sem ekki vita er ég orðin fulltrúi V354 í henni Kanödu. Ég flutti til Ottawa í Kanada núna 5. janúar og uni mínum hag svona ljómandi vel. Ég er hingað komin í straumfræðimaster og verð hérna næstu tvö árin. Sólarsöguna frá Ottawa má finna á nýju bloggi: audura.blogspot.com
[Látið mig vita í kommenti ef ég á að bæta við/breyta linkum hérna á kantinum]

föstudagur, janúar 20, 2006

Hejsan allihoppa

Hvað segið þið um að hressa aðeins upp á þessa síðu?
Mér þætti voða gaman ef fólk setti hér inn nýjustu fréttir af sér og sínum svona til að leyfa okkur hinum að fylgjast með. Mér skilst að nokkur okkar eigi von á erfingja og einhver ykkar ætli að tölta upp að altarinu á árinu. Það má alveg endilega setja svoleiðis tilkynningar hér inn. Við hin sem erum ólofuð og ófjölguð getum líka sagt frá okkar högum.
Ég er ekki viss um að ég viti hvar allir í hópnum eru staddir í veröldinni!
Ég get frætt ykkur sem ekki vitið nú þegar að ég er stödd í Stokkhólmi, Svíþjóð, og er nemandi í K(ungliga) T(ekniska) H(ögskolan). Mér finnst alveg obboslega gott og skemmtilegt að vera hérna. Kom hingað í ágúst 2005 og stefni á að vera hérna a.m.k. fram á sumar 2007. Ekkert meira í fréttum af mér í bili.

mánudagur, janúar 02, 2006