fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Hvar eruð þið ?


Nau nau nau, blogg á þessa annars löngu dauðu síðu !!!


Kíkir einhver hérna inn ennþá ??


Allavega þá finnst mér synd að enginn skrifi neitt. Við höfum eflaust dreifst um allan heiminn , gert fullt af spennandi hlutum og einhverjir eru komnir með börn.


Væri ekki góð hugmynd að við skrifuðum öll litla færslu hér og segðum frá því helsta sem er í fréttum hjá okkur. Mér þætti allavega gaman að fylgjast með fyrrum bekkjarfélögum og ég efast ekki um annað en að fleiri eru sama sinnis ;)


Gott væri að nefna eftirfarandi (svona fyrir þá sem vantar hugmyndir !):


-Hvar eru menn að vinna og við hvað?

-Eru menn búnir með annað nám/master eða í námi og hvað hafa menn/ eru menn að læra eða sérhæfa sig í ?

-Hverjir eru komnir með börn ?

-Fleiri stórir hlutir sem fólk vill nefna.


Ég er í sambandi við nokkra úr bekknum en aðra hef ég litla hugmynd um ; veit kannski þeir fóru í master en hef ekki hugmynd um í hverju.


Sýnið nú smá lit og blásum smá lífi í þessa síðu okkar :) Koma svo !!!!!!!!!!!!!!!!
P.s. Davíð þú lofaðir að vera fyrstur en hefur greinilega gleymt þér !

þriðjudagur, janúar 31, 2006

Kveðjur sunnar frá Svíþjóð ;)

Hæ hæ já æðislega sniðugt hjá þér Dagný gott framtak hjá þér ég vona að fleiri eigi eftir að svara. Af okkur Helga er það að frétta að ef þið vissuð það ekki þá drituðum við niður einum erfingja núna í október - lítilli skvísu sem heitir Birta Júlía og er núna orðin alveg 3ja mánaða gömul. Við vorum líka núna (10.jan) að flytja til Lundar að byrja mastersnámið okkar frá L(unds)T(ekniska)H(ögskolan) - hérna eru líka Ámundi og Höskuldur og af þeim er líka allt gott að frétta kannski þeir segi bara fréttir af sér sjálfir hehe ;) Annars vona ég bara að maður eigi eftir að fá fréttir af fleirum og INNILEGA TIL HAMINGJU KATRÍN :)

mánudagur, janúar 30, 2006

Fréttablaðið...

hmmm... þið eruð ekki einar hér stúlkur mínar :)

Já það eru víst einhverjir að fara upp að altarinu .... Ég og Steinar ætlum að gifta okkur í Bolungarvík 17. júní í sumar. Stanslaust stuð !! Undirbúningur gengur ágætlega, komin með kirkju+organista+prest+veislusal. Kjóllinn er kominn í hús og kílóin renna af í ræktinni (yeah right!). Svo er aldrei að vita nema við stingum af í honnímún í sólina :)

Aðrar fréttir... ég er að vinna á VSB Verkfræðistofu en ég og Steinar plönum að fara út í haust til Sweden. Master í KTH myndi verða fyrir valinu. Við búum enn í holunni á Snorrabraut og verðum þar þangað til við flytjum út.

Jæja nóg komið af mér í bili, hvet fleiri til að drita inn fréttum !!

kveðja,
Frú Katrín

sunnudagur, janúar 22, 2006

Halló halló

Gott framtak Dagný!
Af mér er það helst að frétta að ég er, eins og Dagný, í KTH en er að læra þar skipulagsverkfræði og stefni á að klára masterinn 2007. Ég er ekki ein af dugnaðarforkum bekkjarins þegar kemur að giftingum og barneignum en það stendur vonandi til bóta... (enda hef ég í hyggju að taka mér þræl til undaneldis mjög fljótlega ef ekki vill betur til... hehehemmm...) Er ennþá óákveðin með það hvar ég verð í sumar (er að athuga með vinnu hér úti og langar mikið til að eyða sumrinu hér en það er líka margt sem togar í mann heima...). Hvernig er það með ykkur hin? Hvar verða menn í sumar? Hlakka til að heyra sögur af öllum hinum! ;)

Pistill frá Kanödu

Jamm - gott framtak hjá Dagnýju og ég vona að allir bekkjarfélagar sem ramba hingað inn skilji eftir sig smá pistil.
Ég kláraði bakkalárusinn í júní 2005 og vann á Kárahnjúkum frá maí til desember sl.
Fyrir þá sem ekki vita er ég orðin fulltrúi V354 í henni Kanödu. Ég flutti til Ottawa í Kanada núna 5. janúar og uni mínum hag svona ljómandi vel. Ég er hingað komin í straumfræðimaster og verð hérna næstu tvö árin. Sólarsöguna frá Ottawa má finna á nýju bloggi: audura.blogspot.com
[Látið mig vita í kommenti ef ég á að bæta við/breyta linkum hérna á kantinum]

föstudagur, janúar 20, 2006

Hejsan allihoppa

Hvað segið þið um að hressa aðeins upp á þessa síðu?
Mér þætti voða gaman ef fólk setti hér inn nýjustu fréttir af sér og sínum svona til að leyfa okkur hinum að fylgjast með. Mér skilst að nokkur okkar eigi von á erfingja og einhver ykkar ætli að tölta upp að altarinu á árinu. Það má alveg endilega setja svoleiðis tilkynningar hér inn. Við hin sem erum ólofuð og ófjölguð getum líka sagt frá okkar högum.
Ég er ekki viss um að ég viti hvar allir í hópnum eru staddir í veröldinni!
Ég get frætt ykkur sem ekki vitið nú þegar að ég er stödd í Stokkhólmi, Svíþjóð, og er nemandi í K(ungliga) T(ekniska) H(ögskolan). Mér finnst alveg obboslega gott og skemmtilegt að vera hérna. Kom hingað í ágúst 2005 og stefni á að vera hérna a.m.k. fram á sumar 2007. Ekkert meira í fréttum af mér í bili.

mánudagur, janúar 02, 2006

föstudagur, desember 23, 2005

Jólakveðja :O)

Elsku litlu verkfræðirassgöt!

Þar sem jólakortaskrif voru í lágmarki fyrir þessi jólin ætla ég, með von um að þið gömlu bekkjarfélagar rambi hér inn um jólin, að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsælda á komandi ári. Takk fyrir góðar stundir á liðnum árum þó fáar/engar hafi þær verið þetta árið :O)

jólakveðja frá JólaKö

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Jæja...

...þessi síða er nú aldeilis aktíf.
Hann Óli okkar í Seattle er kominn með tengil hérna á kantinn.
Fer ekki að koma tími fyrir bekkjarpartý, svona allavega fyrir jól??? Ég missti af síðustu tveimur ;-(

fimmtudagur, október 20, 2005

Þeir sem eru staddir á landinu eru velkomnir í smá útskriftarteiti um 9 leitið (Háaberg 17, Hfj)
HBen

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Bíll til sölu, kostar eina tölu...

...eða þannig. Langar einhvern í bílinn minn? Þetta er eðalvagn alveg hreint og mig tekur sárt að þurfa að skilja hann við mig en ég verð víst að sleppa af honum takinu...
Þetta er s.s. VW Golf CLi, XY-379, árgerð 1994, 1400 vél, keyrður tæplega 125 þús., 3ja dyra, reglulega smurður og í mjög góðu ásigkomulagi nema lakkið er orðið ansi matt og hann er svolítið farinn að ryðga að utan. En það er ekki útlitið sem skiptir máli heldur innihaldið... er það ekki? Ásett verð er 230 þúsund kvikindi.

þriðjudagur, júní 28, 2005

Vantar einhvern ísskáp??

Glæsilegur nýlegur Whirlpool ísskápur 140x55cm falur fyrir 15.000kr.
Hér er á ferðinni hreint ótrúlegt tækifæri til að eignast forláta ísskáp fyrir slikk... hér má sjá mynd af kauða.

Kveðja
Rúna

þriðjudagur, júní 21, 2005

Vantar einhvern vinnu???

Teiknistofan Óðinstorgi óskar eftir að ráða verk- eða tæknifræðimenntaðan einstakling í vinnu strax... við erum að tala um vinnu í sumar og eitthvað áfram (jafnvel framtíðarvinnu)! Ef ykkur sjálf eða einhvern sem þið þekkið vantar vinnu þá hafiði endilega samband við Teiknistofuna Óðinstorgi (s: 510-2200) og fáið að tala við Gústaf!! Skemmtileg vinna á góðum stað í bænum (101).

Kv. Malla

mánudagur, júní 20, 2005

þá er komið að því...

Katrín er að útskrifast (ásamt fleirum úr bekknum reyndar...) og af því tilefni verður partý á Snorrabrautinni (kjallarinn nr.77) á laugardagskvöldið nk. Geimið byrjar upp úr kl.21 og eru bekkjarfélagar velkomnir :O)

kv.KA

miðvikudagur, júní 15, 2005

Stórfrétt: Birkihlíð 2005

Hæ hó!!!

Helgina 15.-17. júlí verður haldin afmælis-/útihátíð ársins í Birkihlíð, Skriðdal

...og þér er boðið !!!

Birkihlíð er sveitabær í fallegu umhverfi og þar er sko gott að vera! Við stefnum að því að hafa kannski einhverja skemmtilega dagsskrá ef nógu margir láta sjá sig, t.d. langar okkur að hafa smá"Birkihlíðarleika" þar sem keppt verður í ýmsum skemmtilegum þrautum, auðvitað verður grillað á hverju kvöldi og kveiktur varðeldur á laugardeginum með alvöru gítarstemmningu (gítarleikarar hafa boðað komu sína), hægt er að skola af sér í frábærri sundlaug á Egilsstöðum og svo er hægt að fara í "fræðsluferð" upp á Kárahnjúka ef einhverjir hafa áhuga á því, ásamt ýmsu öðru.

Tjaldstæði er nóg!!! og við erum búin að panta gott veður þannig að það ætti að vera fínt að lúlla í tjaldi... allir taka því með sér tjald/svefnpoka/dýnu :)

Þeir sem ætla að koma endilega láta okkur vita svo við vitum ca. fjöldann, bara senda okkur ímeil (mallaros@gmail.com)


Kveðja,
Malla og Ari
stórbændahjú
Birkihlíð
Skriðdal
:)

sunnudagur, júní 12, 2005

ég hitti Þórunni í partýi um daginn og við töluðum um V-354 hitting sem fyrst! Þórunn: hvernig væri að skella inn dagsetningu??

Er að spá í BS-partý þann 25.júní en læt ykkur vita betur með stað og stund...

kv.BS-KA

mánudagur, maí 23, 2005

Vantar einhvern þvottavél

Þar sem ég er að flytja til múttu minnar þá þarf ég að losna við eitt stykki þvottavél... lána eða selja... hvort sem fólk vill :p Allavega ef ykkur dettur e-r í hug sem vantar endilega látið þetta berast :o) Hún er rosalega flott og góð ;o) Fullt fullt af kerfum, tölvuskjár og tímastillir og alles hehe..

föstudagur, maí 13, 2005

Langaði bara að láta ykkur vita að þeim leiðinlegu tíðindum að það sé bara opið í bænum til 3 á laugardaginn :(

föstudagur, maí 06, 2005

Teiknitíkin

Ég fór upp í Snertil í dag með mörg kíló af teikningum í skönnun. Þetta var að sjálfsögðu í hinum margrómaða og fallega Kópavogi en ég vinn fyrir það prýðilega bæjarfélag í útseldri vinnu VSÓ-Ráðgjafar, Gunnari I. Birgissyni, drulludoktor og p,i,s, verðandi drulludoktor til mikillar gleði. Það fyrsta sem ég heyri er ég kem inn er orðið radíus og inn í litlu herbergi er Anna vinkona okkar að kenna nokkrum fullorðnum mönnum að teikna radíus og fleira fallegt í Autocad. Þetta var ansi vinalegt, bara. Mér gafst því miður ekki tími til að heilsa upp á hana enda var hún greinilega Önnum kafin.

Kransimann

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Fram með lopapeysurnar og sólhattinn!

Þegar próflestur fer að ná hámarki, þá vill maður helst ekkert gera annað en að hugsa til sumarsins framundan, enda ekki lítið skemmtilegt þegar þessi próf verða búin.
Mig langar til að skapa smá umræðu um að það hvort fólk langi í litla útilegu í sumar. Sumarbústaðarferð fór fyrir lítið en útilega er miklu minna ves...
Skelli fram hugmynd um hitting 23. - 24. júlí - kannski í Landmannalaugum???

miðvikudagur, mars 30, 2005

Kransapartý

Bekkjarpartý verður haldið að Vesturgötu 17 a kl. 9 föstudaginn 1. apríl. Þemað er bindi, já líka fyrir stelpur. Látið endilega vita um þátttöku þó ég nenni því sjaldnast sjálfur heldur mæti bara.

Kransinn

þriðjudagur, mars 15, 2005

Lúkka lúkka mæ frenda...

Kransinn er farinn að blogga!