fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Hvar eruð þið ?


Nau nau nau, blogg á þessa annars löngu dauðu síðu !!!


Kíkir einhver hérna inn ennþá ??


Allavega þá finnst mér synd að enginn skrifi neitt. Við höfum eflaust dreifst um allan heiminn , gert fullt af spennandi hlutum og einhverjir eru komnir með börn.


Væri ekki góð hugmynd að við skrifuðum öll litla færslu hér og segðum frá því helsta sem er í fréttum hjá okkur. Mér þætti allavega gaman að fylgjast með fyrrum bekkjarfélögum og ég efast ekki um annað en að fleiri eru sama sinnis ;)


Gott væri að nefna eftirfarandi (svona fyrir þá sem vantar hugmyndir !):


-Hvar eru menn að vinna og við hvað?

-Eru menn búnir með annað nám/master eða í námi og hvað hafa menn/ eru menn að læra eða sérhæfa sig í ?

-Hverjir eru komnir með börn ?

-Fleiri stórir hlutir sem fólk vill nefna.


Ég er í sambandi við nokkra úr bekknum en aðra hef ég litla hugmynd um ; veit kannski þeir fóru í master en hef ekki hugmynd um í hverju.


Sýnið nú smá lit og blásum smá lífi í þessa síðu okkar :) Koma svo !!!!!!!!!!!!!!!!
P.s. Davíð þú lofaðir að vera fyrstur en hefur greinilega gleymt þér !