miðvikudagur, júní 15, 2005

Stórfrétt: Birkihlíð 2005

Hæ hó!!!

Helgina 15.-17. júlí verður haldin afmælis-/útihátíð ársins í Birkihlíð, Skriðdal

...og þér er boðið !!!

Birkihlíð er sveitabær í fallegu umhverfi og þar er sko gott að vera! Við stefnum að því að hafa kannski einhverja skemmtilega dagsskrá ef nógu margir láta sjá sig, t.d. langar okkur að hafa smá"Birkihlíðarleika" þar sem keppt verður í ýmsum skemmtilegum þrautum, auðvitað verður grillað á hverju kvöldi og kveiktur varðeldur á laugardeginum með alvöru gítarstemmningu (gítarleikarar hafa boðað komu sína), hægt er að skola af sér í frábærri sundlaug á Egilsstöðum og svo er hægt að fara í "fræðsluferð" upp á Kárahnjúka ef einhverjir hafa áhuga á því, ásamt ýmsu öðru.

Tjaldstæði er nóg!!! og við erum búin að panta gott veður þannig að það ætti að vera fínt að lúlla í tjaldi... allir taka því með sér tjald/svefnpoka/dýnu :)

Þeir sem ætla að koma endilega láta okkur vita svo við vitum ca. fjöldann, bara senda okkur ímeil (mallaros@gmail.com)


Kveðja,
Malla og Ari
stórbændahjú
Birkihlíð
Skriðdal
:)

2 Athugasemdir:

Klukkan 11:37 f.h. sagði Blogger Dagny Ben :

Hljómar vel :0)
Verst hvað þetta er langt í burtu. Spurning um að fá bara langferðabíl undir strolluna!

 
Klukkan 4:19 e.h. sagði Blogger berglindhal :

Já maður endilega sem flestir að koma :o) þetta eru svona 7klst í akstur - um 700km. en það verður sko rokna stuð og útihátíðarstemmning ;o)

 

Skrifa ummæli

<< Heim