miðvikudagur, apríl 27, 2005

Fram með lopapeysurnar og sólhattinn!

Þegar próflestur fer að ná hámarki, þá vill maður helst ekkert gera annað en að hugsa til sumarsins framundan, enda ekki lítið skemmtilegt þegar þessi próf verða búin.
Mig langar til að skapa smá umræðu um að það hvort fólk langi í litla útilegu í sumar. Sumarbústaðarferð fór fyrir lítið en útilega er miklu minna ves...
Skelli fram hugmynd um hitting 23. - 24. júlí - kannski í Landmannalaugum???

sunnudagur, apríl 03, 2005

Upplausn í Norðurbandalaginu

Sá merki atburður átti sér stað öðruhvoru megin við Kransapartíið á föstudaginn að undirritaður fékk inngöngu í Norðurbandalagið eftir mikil læti og uppþot innan bandalagsins. Niðurstöður kosninganna var þó sannfærandi 3 atkvæði með og 1 á móti, ef mér skjátlast ekki eru það 75% segi ég og skrifa, jafnt í orði sem og á borði.

Yfirlýsing frá pis:
Ég þakka þennan mikla stuðning sem ég hef innan bandalagsins. En ég er ekki og mun sennilega aldrei vera norðanmaður, þessvegna skil ég ekki af hverju verið er að reyna að koma mér í þessa kommúnistahreyfingu að norðan. Ég afþakka því þetta ágæta boð um inngöngu í bandalagið.

Pétur Ingi Sveinbjörnsson (pis)