miðvikudagur, desember 29, 2004

Slúður?

Jæja, hvar er svo slúðrið úr Pasta-Basta-geiminu þarna fyrir jólin?
Ég bíð spennt! ;-)

mánudagur, desember 20, 2004

Jólapakkar

Spurning um að hafa svona jólapakka skipti eins og við vorum með í fyrra :)
Hvað segið þið um það?? 500kr gjöfin??

Pasta Basta kl 19:30 á morgun

Endilega látið vita ef þið ætlið að mæta eða vitið um einhverja sem ætla að mæta.

Út að borða annað kvöld?

Hæ hæ.
Erum við að fara að hittast annað kvöld?

sunnudagur, desember 19, 2004

Smá kópering frá mbl.is

Erlent AFP 19.12.2004 16:47
Norðurbandalagið vill ekki Tyrki í ESB
Norðurbandalagið á Ítalíu efndi í dag til mótmæla gegn því á götum Mílanóborgar að Tyrkjum yrði veitt aðild að Evrópusambandinu (ESB). Bandalagið á aðild að ríkisstjórn Silvio Berlusconi forsætisráðherra er einarður fylgjandi aðildar Tyrkja og fer sú afstaða fyrir brjóstið á fylgismönnum Norðurbandalagsins.

fimmtudagur, desember 16, 2004

21.des út að borða....

ég er með hugmyndir að stöðum... Galileó eða Pasta Basta.... hvað finnst ykkur um það? Veit að það er 2/1 á Galileó fyrir þá sem eru með Einkaklúbbinn (miða úr bók annars 20% afsláttur) og þetta er mjög góður staður!

Og svona í lokin... hverjir eru eiginlega að fara út að borða?

kv.Katrín

miðvikudagur, desember 15, 2004

Úbossí

Ákvað að taka út færsluna mína í gær eftir að hafa talað við ákveðna manneskju. Merkilegt hvað hlutir geta komið illa út á prenti- allt öðruvísi en ef maður segir þá :) Pikkí athugsemdin mín var sem sagt bara um það að fjalla um veitingahúsaferð hér á blogginu okkar en ekki í kínapósti. Það er líka miklu skemmtilegra ef við verðum duglegri með þetta sameiginlega blogg okkar- algjör synd ef það dettur alveg upp fyrir. Varðandi verkfræðinörda þá er það skondið orð í mínum huga- tel mig sjálfa vera verkfræðinörd ásamt öllum hinum :) Annars segi ég bara gangi öllum vel í þeim prófum sem eftir eru (þeir sem eru í prófum).

Refurinn

Verð að byrja á því að hrósa síðasta ræðumanni fyrir afburðar kennslu í stafssetningu, vona að þetta hafi ekki sett próflesturinn á annan endann.

En svo við snúum okkur að öllu alvarlegri málum, er ekki stemming fyrir því að fara á einhvern Kínverskan stað 21. des í tilefni þess að prófin eru búin? Reyndar fer hver að verða síðastur að panta borð fyrir stórann hóp einhverstaðar þannig að það væri jafnvel hægt að panta eitthvað Kínverskt heim til einhvers t.d. amundas ef í hart færi.

Málfarshorn Sverris

Ég finn mig knúinn til að leggja orð í belg eftir að hafa bara verið lesandi þessa bloggs til nokkurs tíma.
Rætt er um stafsetningu og málfar sem eru mestu dyggðir er um getur í hversdagslífinu. Og það er notkun yfsilons í sagnorðinu minna sem er til umræðu. Nú getur hver spurt sig hvað eðlilegt þyki en heppilegast er að grípa til orðsifjafræðinnar þegar upp koma vafaatriði í tungumálinu. Íslenskan er nefnilega þeim sjaldgæfu eiginleikum gædd að vera rekjanleg aftur til fornra tíma og því er uppruni orða vel greinanlegur í flestum tilfellum.
Mynni eins og það var skrifað hér er dregið af nafnorðinu munnur sbr. ármynni sem er e.k. munnur árinnar. Þessi mynni eru vel þekkt hvar sem að op myndast í landslagi og hugmyndum.
Minni með einföldu eins og það er kallað er rót síns sjálfs aftur á móti. En hvað þá með að muna? Ef muna er í stofni orðsins er þá ekki rökrétt að álykta sem svo að minni eða í þessu tilfelli mynni sé rökrétt umbreyting? Margt er í mörgu, málfræði og verkfræði. Látum þetta litla dæmi verða okkur til minningar um varkárni í framkvæmdum og önum ekki fram án þess að huga að för okkar; stefnu og áföngum.

þriðjudagur, desember 14, 2004

Tékkið á þessum link, soldið fyndið, mynnir soldið á sumarið ;)

mánudagur, desember 13, 2004

IDOL!!!

halló halló!

elskurnar góðu - allir sem horfa á idol eða horfa ekki á idol, endilega kjósa Guðrúnu Birnu sem verður á næsta föstudag í dómaravalsþættinum!! rosa söngkona og hörku skutla þar á ferð!!

hún verður síðust á föstudaginn og þið getið sent sms-ið Idol 8 í númerið 1918 eða hringt í 900-2008 oft og oft, svona um klukkan 21.35

takk, þið eruð krútt ;)

malla

mánudagur, desember 06, 2004

Kína klæði

Bú ja

Jæja nú er það á hreinu að ég er búinn að eyða meiri pening í lím til að halda skónum saman heldur en í alla skónna sem ég keypti úti. Og ég á en þá eftir að fara í 3 til 5 pör, Dísis.

Kv, Ámundi Lím Skórsson


sunnudagur, desember 05, 2004

Jólaglögg

Einhverjir hefðu e.t.v. gaman að því að leggja þessa á mynnið fyrir jólaglöggið;-)

Jólaglöggsvísa
Skín í væna vínflösku
Og huggulega bjóra
jólaglögg og eplasnafs
allt það ætl'að þjóra.
Dufla og daðra og leika mér
látum ill'í desember
burt með sokk og skó
hér af vín'er nóg.
Ó hvað ég elska jólin
von'ég hitt'á stólinn.