mánudagur, október 18, 2004

Partýið mikla

Jæja jæja elskurnar mínar...
Er þetta blogg alveg dautt úr öllum æðum eða hvað??
Sunna spyr hvernig partýið var – það er kominn mánudagur og enginn er enn búinn að svara!
Partýið var alveg sérdeilis fínt, svo fínt að bjórinn kláraðist ekki einusinni (er það ekki annars mælikvarðinn á gæði partýs eða vísindaferðar?). Flestir voru vel í glasi og allir voru hressir. Litla stofann hennar Cillu rúmaði vel allan mannskapinn og hluti af henni nýttist meira að segja sem ágætis dansgólf og serían hennar sem diskóljós :)
En þar sem ég var ekki haugadrukkin og fór ekki einusinni niður í bæ þá legg ég til að e-r annar – t.d. Kóngurinn komi með nánari lýsingu á því sem fram fór ;)

Annars langar mig bara að þakka kærlega fyrir mig og ég vona að við endurtökum þetta bara sem allra fyrst! Vissulega er annað bjórsjóðspartý á dagskránni en við getum líka skellt okkur í bústað eða gert e-ð annað skemmtilegt saman... mér finnst þið svo æðisleg krúttlingarnir mínir :D

3 Athugasemdir:

Klukkan 12:15 e.h. sagði Blogger Kristveig :

Já, það var sko hörku stuð á föstudaginn!!! Ég var haugdrukkin og fór í bæinn en stoppaði reyndar fremur stutt þar... Við vorum dálítið lengi á leiðinni því við þurftum að æfa okkur í enskum vals á stéttinni fyrir framan Hallgrímskirkju, mjög tignarlegt hjá okkur!
Svo fórum við á Hverfisbarinn og það var fínt en ég held samt að við höfum hækkað meðalaldurinn talsvert... Svo fórum ég og Kóngurinn niður í bæ, fengum okkur pulsu og tókum leigubíl heim...

 
Klukkan 12:46 e.h. sagði Blogger pis :

Það sem ég var heldur ekki haugdrukkinn einsog margir og var kominn heim fyrir miðnætti vildi ég gjarnan heyra frá Kóngnum um þetta mál. Annars verð ég að hrósa hæstvirtum bjórstjóra fyrir vel heppnað partý.

Menn eru með áhyggjur af því hér hjá Hönnun hvort einhver hafi nokkuð brennt sig á þurrísnum? Það er ekki mælt með því að þetta sé snert með höndunum, þannig að ef einhver er með kul þá tek ég það á mig.

 
Klukkan 4:31 e.h. sagði Blogger gretar :

ég held ég hafi hreinlega skemmt mér ágætlega. Ég ber fyrir mig minnisleysi (sökum álags í vinnunni... eða þurrísinn, ég bara man það ekki). Ég spyr kónginn frétta sömuleiðis! Gaman að sjá Norðurbandalagið aftur.
Ég man eftir að hafa sett þurrís út í bjórinn minn í Heiðu-bíl á leið til Cillu... mæli ekki með því. Hann freyðir soldið mikið. 'Notist aðeins utandyra' væri ekki vitlaust að líma utan á kassann.
Var einhver með myndavél???
kv,
gthae

 

Skrifa ummæli

<< Heim