föstudagur, janúar 20, 2006

Hejsan allihoppa

Hvað segið þið um að hressa aðeins upp á þessa síðu?
Mér þætti voða gaman ef fólk setti hér inn nýjustu fréttir af sér og sínum svona til að leyfa okkur hinum að fylgjast með. Mér skilst að nokkur okkar eigi von á erfingja og einhver ykkar ætli að tölta upp að altarinu á árinu. Það má alveg endilega setja svoleiðis tilkynningar hér inn. Við hin sem erum ólofuð og ófjölguð getum líka sagt frá okkar högum.
Ég er ekki viss um að ég viti hvar allir í hópnum eru staddir í veröldinni!
Ég get frætt ykkur sem ekki vitið nú þegar að ég er stödd í Stokkhólmi, Svíþjóð, og er nemandi í K(ungliga) T(ekniska) H(ögskolan). Mér finnst alveg obboslega gott og skemmtilegt að vera hérna. Kom hingað í ágúst 2005 og stefni á að vera hérna a.m.k. fram á sumar 2007. Ekkert meira í fréttum af mér í bili.

1 Athugasemdir:

Klukkan 10:48 e.h. sagði Anonymous Nafnlaus :

Frábært framtak hjá þér Dagný ! :) Mér líst mjög vel á þetta plan. Maður verður að taka sig til og skrifa einstaka sinnum pistil hér inn :)

 

Skrifa ummæli

<< Heim