sunnudagur, janúar 22, 2006

Halló halló

Gott framtak Dagný!
Af mér er það helst að frétta að ég er, eins og Dagný, í KTH en er að læra þar skipulagsverkfræði og stefni á að klára masterinn 2007. Ég er ekki ein af dugnaðarforkum bekkjarins þegar kemur að giftingum og barneignum en það stendur vonandi til bóta... (enda hef ég í hyggju að taka mér þræl til undaneldis mjög fljótlega ef ekki vill betur til... hehehemmm...) Er ennþá óákveðin með það hvar ég verð í sumar (er að athuga með vinnu hér úti og langar mikið til að eyða sumrinu hér en það er líka margt sem togar í mann heima...). Hvernig er það með ykkur hin? Hvar verða menn í sumar? Hlakka til að heyra sögur af öllum hinum! ;)

3 Athugasemdir:

Klukkan 2:38 e.h. sagði Blogger Dagny Ben :

Hahahahaaa...þær manneskjur í bekknum sem ég er í hvað mestu sambandi við eru þær einu sem eru búnar að svara!
Takk stelpur ;0)

 
Klukkan 3:00 f.h. sagði Blogger AuðurA :

Gaman að þessu - ég vissi nú einna mest um hagi Dagnýjar og Kristveigar, enda búin að heimsækja þær til Stokkhólms ;)

 
Klukkan 6:21 e.h. sagði Blogger Kristveig :

Já, við erum sennilega þær einu sem ennþá leggjum leið okkar inn á þessa síðu...hehe... ;)

 

Skrifa ummæli

<< Heim