sunnudagur, maí 01, 2005

Jæja lömbin mín

Nú er víst komið að prófum sem þýðir að bráðum kemur að próflokum og er þá venjan að halda teiti. Ég var eitthvað svona að spá í að halda partí en svo var einhver búinn að segja einhverjum öðrum að ég ætlaði að halda partí svo ég ætla bara að gera það. Ef það er stemning fyrir því allavega....hvern langar í partí laugardaginn 14. maí?

13 Athugasemdir:

Klukkan 4:52 e.h. sagði Blogger pis :

Jájá ég sagði kannski nokkrum, ekki í fyrsta sinn svosem. En ég geri ráð fyrir að láta sjá mig, og eitthvað lengur en 7 mín í þetta sinn.

 
Klukkan 7:38 e.h. sagði Blogger AuðurA :

Jei jei jei - en langar einhvern út að eta á undan?

 
Klukkan 9:00 f.h. sagði Blogger Kristveig :

Líst afar vel á partý! Er líka til í mat nema ef ég skelli mér í leikhús þetta kvöld á Ríðuleikritið en líklegt er þó að ég fari á það á föstudagskvöldinu... svo að ég er geim. :-)

 
Klukkan 9:17 f.h. sagði Blogger Dagny Ben :

Ég mæti :0)
Svo er ég algjört átvagl og alltaf til í að borða góðan mat...og þá meina ég ekki Pasta Basta :0S

 
Klukkan 11:10 f.h. sagði Blogger Rúna :

Já ég er svo sannarlega geim... ég færi ekki á Pasta Basta þótt mér væri borgað fyrir það! - eeeen Tapasbarinn hefur ekki klikkað hingað til -

 
Klukkan 9:27 e.h. sagði Blogger she :

aaaaaaaaaarrrrrrrrrrrrggggggggggg


3ji bekkjarhittingurinn í röð sem ég kemst ekki !!!! :(

 
Klukkan 12:55 e.h. sagði Blogger Ámundi :

Já mér finst vanta þema á þennan hitting!!!!!
Eins og að byggja hús úr míkju eða borga gamlar skuldir.
En annars verð ég í sumarbústað þessa helgi þannig að ég segi bara eins og SHE "Ég kems því miður ekki og það fer voðalega í brjóstin á mér"
Ég mæli með Devitos, Trocadero eða bæarins bestu ef þið farið út að borða.

 
Klukkan 2:22 e.h. sagði Blogger Hlin :

Aldrei að vita nema maður kíki og hrinji í það með liðinu, soldið langt síðan, hmmmm

 
Klukkan 2:25 e.h. sagði Anonymous Nafnlaus :

mig langar líka... (einhver séns ad halda partý í Stokkholmi??)kv.KAAAAA

 
Klukkan 9:51 e.h. sagði Anonymous Nafnlaus :

Hvað er málið með Tapasbarinn?
Pantaði sveppi og fékk einn svepp fyrir 500 kall...já, er fínt í megrun en annars ekki upp í nös á ketti ;)

Annars er ég sko geim í partý á Sólvallagötu. Við Sunna erum að hita upp húsið og drekkum hvítvín daglega meðan við innbyrðum viskuna úr bókunum...íííhaaaa
Kv. Hulda

 
Klukkan 1:52 e.h. sagði Blogger AuðurA :

Ég er eiginlega sammála Huldu með Tapasbarinn - fer sjaldan södd þaðan út.

 
Klukkan 12:37 e.h. sagði Anonymous Nafnlaus :

Ég fer norður þessa helgi svo ég kemst ekki með.

 
Klukkan 5:39 e.h. sagði Blogger Dagny Ben :

Change of plan...ég kemst ekki 14. maí en verð með ykkur í anda og hitti örugglega einhver ykkar útúr drukkin á bæjarrölti ;0)

 

Skrifa ummæli

<< Heim