miðvikudagur, apríl 27, 2005

Fram með lopapeysurnar og sólhattinn!

Þegar próflestur fer að ná hámarki, þá vill maður helst ekkert gera annað en að hugsa til sumarsins framundan, enda ekki lítið skemmtilegt þegar þessi próf verða búin.
Mig langar til að skapa smá umræðu um að það hvort fólk langi í litla útilegu í sumar. Sumarbústaðarferð fór fyrir lítið en útilega er miklu minna ves...
Skelli fram hugmynd um hitting 23. - 24. júlí - kannski í Landmannalaugum???

12 Athugasemdir:

Klukkan 8:30 f.h. sagði Blogger Dagny Ben :

Ég er til :0)

 
Klukkan 9:26 f.h. sagði Blogger Rúna :

Ich bin geim!

 
Klukkan 12:35 e.h. sagði Blogger Ámundi :

Það þarf bara eithver að ákveða þetta fyrir mig og ég mæti.

 
Klukkan 8:37 f.h. sagði Blogger Kristveig :

Mér líst mjög vel á þetta! ...og Ámundi minn, ég skal ákveða þetta fyrir þig og þú kemur þá með líka! ;o)

 
Klukkan 10:59 f.h. sagði Blogger malla :

má ég frekar stinga upp á helginni 16.-17. júlí á túninu við Birkihlíð í Skriðdal!! á hinni margrómuðu Birkihlíðarhátíð 2005!! útigrill, varðeldur, gítarspil og allt tilheyrandi! þið eruð allavega öll velkomin :)

 
Klukkan 4:10 e.h. sagði Blogger berglindhal :

Mér líst geðveikt vel á Birkihlíð júhú allir þangað ;)

 
Klukkan 5:08 e.h. sagði Blogger AuðurA :

Höfum það alveg á kristaltæru að Birkihlíð þarf ekki að koma í staðinn fyrir útilegu sunanlands.
Mér þykir vera orðið partíhæft hlegina 23. - 24. júlí, allavega er búið að fylla einn bíl... Allir að taka helgina frá... já og helgina þar á undan fyrir Birkihlíð líka ;-)

 
Klukkan 5:52 e.h. sagði Anonymous Nafnlaus :

Útileiga hjómar vel - myndi þó frekar styðja Auðar tillögu en Möllu. Þó frábært sé að Malla bjóði til sín í sveitasæluna fyrir austan þá er ansi langt að keyra heila 7 klst hvora leið til að fara þangað yfir eina helgi, ja nema fyrir einhverja sem geta tekið sér lengra helgarfrí eða elska að hanga í bíl meirihluta helgarinnar ;)

 
Klukkan 6:57 e.h. sagði Anonymous Nafnlaus :

Mig langar ýkt mikið í útilegu kv.Ka

 
Klukkan 2:15 e.h. sagði Blogger Sunna :

Jeeiiijj...ég víl líka fara í útilegur!

 
Klukkan 11:34 f.h. sagði Blogger malla :

fyrir útileguóða þá endilega að kíkja í birkihlíðina bara líka! fjörið verður óendanlegt og bætir kílómetrana upp ;)
svo hefur bæst við dagskránna því stelpan ætlar að splæsa í risatrampólín í garðinn!! og það verður sem sagt trampolínkeppni!

 
Klukkan 5:28 e.h. sagði Blogger Þórunn :

Mér líst vel á útilegu!
Og Malla, ég held að það sé engin hætta á öðru en að ég komi til þín í Skriðdalinn ef ég verð á landinu! Af eigin reynslu veit ég að það verður aðal partý staðurinn í sumar;-)
P.s. flott mynd af þér Rúna. híhí.

 

Skrifa ummæli

<< Heim