miðvikudagur, desember 15, 2004

Málfarshorn Sverris

Ég finn mig knúinn til að leggja orð í belg eftir að hafa bara verið lesandi þessa bloggs til nokkurs tíma.
Rætt er um stafsetningu og málfar sem eru mestu dyggðir er um getur í hversdagslífinu. Og það er notkun yfsilons í sagnorðinu minna sem er til umræðu. Nú getur hver spurt sig hvað eðlilegt þyki en heppilegast er að grípa til orðsifjafræðinnar þegar upp koma vafaatriði í tungumálinu. Íslenskan er nefnilega þeim sjaldgæfu eiginleikum gædd að vera rekjanleg aftur til fornra tíma og því er uppruni orða vel greinanlegur í flestum tilfellum.
Mynni eins og það var skrifað hér er dregið af nafnorðinu munnur sbr. ármynni sem er e.k. munnur árinnar. Þessi mynni eru vel þekkt hvar sem að op myndast í landslagi og hugmyndum.
Minni með einföldu eins og það er kallað er rót síns sjálfs aftur á móti. En hvað þá með að muna? Ef muna er í stofni orðsins er þá ekki rökrétt að álykta sem svo að minni eða í þessu tilfelli mynni sé rökrétt umbreyting? Margt er í mörgu, málfræði og verkfræði. Látum þetta litla dæmi verða okkur til minningar um varkárni í framkvæmdum og önum ekki fram án þess að huga að för okkar; stefnu og áföngum.

0 Athugasemdir:

Skrifa ummæli

<< Heim