V-354
sunnudagur, október 24, 2004
miðvikudagur, október 20, 2004
Jólaglögg !!!
hello kids...Takk fyrir síðast :O) ég skemmti mér MJÖG vel og dansaði líka vel hehe.....
Þá er bara að skipuleggja jólaglöggið.... heyrði ég einhversstaðar 20.des??
Þá heyrði ég líka talað um það að það verði verkfræðihittingur minnst 2svar á ári... sammála?
Við erum SVOOOOO GÓÐ saman....
kv.KaKa
þriðjudagur, október 19, 2004
mánudagur, október 18, 2004
Partýið mikla
Jæja jæja elskurnar mínar...Er þetta blogg alveg dautt úr öllum æðum eða hvað??
Sunna spyr hvernig partýið var – það er kominn mánudagur og enginn er enn búinn að svara!
Partýið var alveg sérdeilis fínt, svo fínt að bjórinn kláraðist ekki einusinni (er það ekki annars mælikvarðinn á gæði partýs eða vísindaferðar?). Flestir voru vel í glasi og allir voru hressir. Litla stofann hennar Cillu rúmaði vel allan mannskapinn og hluti af henni nýttist meira að segja sem ágætis dansgólf og serían hennar sem diskóljós :)
En þar sem ég var ekki haugadrukkin og fór ekki einusinni niður í bæ þá legg ég til að e-r annar – t.d. Kóngurinn komi með nánari lýsingu á því sem fram fór ;)
Annars langar mig bara að þakka kærlega fyrir mig og ég vona að við endurtökum þetta bara sem allra fyrst! Vissulega er annað bjórsjóðspartý á dagskránni en við getum líka skellt okkur í bústað eða gert e-ð annað skemmtilegt saman... mér finnst þið svo æðisleg krúttlingarnir mínir :D
laugardagur, október 16, 2004
jæja, hver ætlar að segja frá partýinu? Klukkan er 9 og það er laugardagsmorgun og mér finnst það sko engin frekja að ætlast til þess að einhver hafi vaknað til að blogga um þetta.
PS. þetta er fjórða bloggið mitt í dag
PPS. Ég er óþekk
PPPS. Man e-r eftir mér í blaðapökkun daginn eftir aðalfundinn (eða var það próflokapartý)? Mér líður þannig
PPPPS. why am i telling you this?
PS. þetta er fjórða bloggið mitt í dag
PPS. Ég er óþekk
PPPS. Man e-r eftir mér í blaðapökkun daginn eftir aðalfundinn (eða var það próflokapartý)? Mér líður þannig
PPPPS. why am i telling you this?
fimmtudagur, október 14, 2004
mánudagur, október 11, 2004
Bloggarinn mikli frá Kasmír...
Ég er sko komin með bloggsíðu...híhí... Veit nú ekki hvort hún verður mjög virk en mig langar pínu til að biðja þá sem nenna, að svara könnuninni minni... Þetta á sko eftir að verða vísindaleg könnun og vinkona mín, sem er í sálfræði er jafnvel að spá í að gera þetta að BA verkefninu sínu ;-)En alla vega... krizbliz.blogspot.com... ef þið nennið ;-)
föstudagur, október 08, 2004
Kínapeningar
Hæ hæ.Ég var að spá hvort við Kínafarar mættum eiga von á meiri kínapeningum á næstunni?
Hvernig gengur auglýsingainnheimtan?